Njarðvík 3-0 ÍR

Léleg ákvörðun

Þótt fyrsti leikur deildarinnar gegn Keflavík hafi verið á útivelli þá var hann í Njarðvík þar sem grasið þeirra var ekki klárt. Núna var aftur haldið til Njarðvíkur nema í þetta sinn til að spila á móti Njarðvíkingum sem hafa byrjað leiktíðina fantavel. Eiginlega bara ótrúlega vel þar sem þeir eru á toppi deildarinnar og eru að spila skemmtilegan bolta.

 

Ferð okkar Breiðhyltinga til Njarðvíkur var ekki gleðiferð í þetta sinn. Það var ljóst að við værum að fara að spila á móti mjög góðu liði líkt og áður var sagt en þetta byrjaði alls ekki vel. Njarðvíkingar voru ekki lengi að koma sér í 2-0 forystu. Við vorum frekar lengi að vinna okkur inn í leikinn en það var ljóst að eitthvað var að.

 

Það var með hreinum ólíkindum að við höfum ekki skorað mark fyrir hálfleik en við fengum gífurlega mörg skot í sama færi u.þ.b. tvsivar sinnum. En einhvern veginn héldum við til búningsklefa 2-0 undir. Maður var að bíða eftir þessu 2-1 marki fyrir hálfleik en ef það hefði komið hefði leikurinn án efa þróast öðruvísi. Við munum nú bara eftir KFA leiknum fræga þar sem við minnkuðum muninn í 2-1 rétt fyrir hálfleik og unnum 4-2. Það var sterkt mark. 

 

Árni og Jói gerðu tvær breytingar í hálfleik. Settu Hákon og Alla inn á fyrir Kristján og Martein. Maður vissi ekki hvað þeir ætluðu að breyta í hálfleik en það var ljóst að það þurfti að gera eitthvað. Hákon koma eins og stormsveipur inn í leikinn en hann fór að taka menn á og gerði gífurlega vel úti vinstra meginn þegar hann kom inn á. 

 

Við lágum á þeim í seinni hálfleik. Við komumst gífurlega oft í ótrúlega góðar stöður og upphlaup sem við nýttum hræðilega. Það var ekkert eðlilega pirrandi að sjá hverja hættulega skyndisókn á fætur annari fara forgörðum. Við vorum að taka oftar en ekki mjög bjartsýnar sendingar sem áttu engan veginn rétt á sér og galin hlaup og skot. Ef við hefðum bara nýtt eitt af þessum upphlaupum í stöðunni 2-0 Njarðvík veit maður aldrei hvernig þetta hefði þróast. En Njarðvíkingar sýndu afhverju þeir eru á toppnum og fóru upp í skyndisókn í lokin og kláruðu leikinn með marki. 3-0 Njarðvík og game over. 

 

Eftir leik fór maður strax að hugsa hvað okkur vantar mikið framherja í þetta lið. Einhvern markaskorara sem kann að nýta færin og sóknirnar. Einhvern McAsuland nema bara sóknarmann.

 

ÁFRAM ÍR!