Allir þættir
Play offs og meðbyr
Kristófer Davíð mætti í Byrgið stúdíós og fór yfir tímabilið sem ÍR hefur átt og einnig var hitað rækilega upp fyrir play offs sem er framundan. Keflavík bíður og Kristófer spáir ÍR - Afturelding á Laugardalsvelli. Margir hafa komið Kristó á óvart og það er svo sannarlega hægt að horfa til framtíðar með björtum augum!
ÁFRAM ÍR, ALLTAF, ALLSSTAÐAR!
Chico
Our Canadian giant
Jordian Farahani, eða Chico eins og við þekkjum hann, kíkti í Byrgið stúdíós og fór yfir allt og ekkert. Hvernig var að spila með ÍR árið 2017 og hvernig var það miðað við að spila hérna í dag. Chico er að þjálfa 3. flokk karla ásamt Gunnari Olgeiri í dag. Hann hefur nóg af sögum að segja og er þakklátur félaginu og mörgum innan félagsins fyrir margt.
Það eru Labello, Lengjan og Ölgerðin sem færa þér ÍR Hlaðvarpið.
Allir að hlusta!
ÁFRAM ÍR ALLTAF ALLSSTAÐAR!
Arnór Gauti og Vilhelm Þráinn
The Great Wall of Breiðholt
Arnór Gauti og Vilhelm Þráinn hafa reynst okkur ÍR-ingum ótrúlega vel og hafa spilað frábærlega í seinustu leikjum líkt og allt liðið. Þeir kíktu í spjall og fóru yfir allt sviðið. Þeirra uppáhalds leikir með ÍR, spila með McAusland, seinustu leikir, gengið í sumar, hver er hinn draumaleikmönnum úr liðinu og margt meira. Það eru Ölgerðin, Lengjan og Labello sem færa þér ÍR Hlaðvarpið.
ÁFRAM ÍR ALLTAF ALLSSTAÐAR!
Dóri Arnars
ÍR-ingur sem elskar sitt félag
Halldór Arnarsson, eða Dóri Arnars, mætti í Byrgisstúdíós og ræddi allt og ekkert. Farið var yfir ferilinn hans bæði hjá ÍR og öðrum liðum en hann hefur meðal annars orðið bikarmeistari með Fram. Dóri kom aftur í ÍR árið 2016 þegar við rústuðum deildinni. Þróttaraleikurinn var ræddur og allt tengdt honum. Róbert Elís, Hákon Dagur og Kristján Daði. Heimavinnan var á sínum stað og svo fékk hann nóg af spurningum frá hlustendum. Félagið er á góðum stað og það eru ekkert nema bjartir tímar framundan.
ÁFRAM ÍR ALLTAF ALLSSTAÐAR!
Það eru Ölgerðin, Lengjan og Labello sem færa þér ÍR Hlaðvarpið og þennan þátt.
Sveinbjörn Claessen
Hinn sanni ÍR-ingur
Herra ÍR, Sveinbjörn Claessen, mætti í þátt og ræddi allt. Mjög áhugaverðar umræður og skoðanir sem hann átti. Bæði rengdt ÍR og einnig körfuboltanum í heild sinni. Verðum við Íslandsmeistarar á næstu 5 árum, Leó Curtis, ferillinn og allur pakkinn. Svenni fékk heimavinnu sem var ótrúlega skemmtileg og svörin enn skemmtilegri. Spurningarnar voru fyndnar og áhugaverðar.
ÁFRAM ÍR, ALLTAF ALLSSTAÐAR!
Andri Magnús og Þorsteinn Tjörvi
Breiðholtið er hvítt og blátt
Þorsteinn Tjörvi (Sá stóri) og Andri Magnús (Sá litli) mættu í Byrgisstúdíós og fóru yfir það sem þarf að fara yfir. Þar að meðal er þessi Leiknisleikur. Hann var ræddur í þaula. Markið, tæklingar, KR treyja, Gils-hornið, galin hegðun og margt fleira. Strákarnir fengu heimavinnu og mikilvægum spurningum var svarað. Léttismenn hafa mátt muna fífil sinn fegurri en Andri fékk mikinn hita á sig í spurningunum.
ÁFRAM ÍR ALLTAF ALLSSTAÐAR!
Kristján Atli Marteinsson
Dýrið gengur laust
Kristján Atli Marteinsson mætti í Byrgisstúdíós og fór yfir allt og ekkert. Það var farið yfir allt sem þurfti að fara yfir upp á síðkastið.
Hvað er málið til dæmis með þessa eitruðu vinstri löpp Kristjáns sem hefur skilað tveimur mörkum í seinustu leikjum.
Kristján elskar lífið í ÍR og ÍR elskar Kristján ennþá meira. Næst er það Grindavík heima á föstudaginn og menn eru ekkert eðlilega einbeittir.
ÁFRAM ÍR ALLTAF ALLSSTAÐAR!
Brynjar Már Bjarnason
Vill virðingu á söguna
Brynjar Már Bjarnason, einn mesti ÍR-ingur sem sögur fara af, er nýjasti gestur ÍR Hlaðvarpsins. Brynjar þekkir mikið til félagsins en hvernig byrjaði þetta allt saman hjá honum í ÍR og hvað mótaði hann sem ÍR-ing? Það og margt fleira ræddi Brynjar fram og til baka í þætti kvöldsins. Brynjar er með skíra skoðun á því hvernig hlutirnir eiga að vera hjá ÍR og í 109. Hann vill t.a.m. að það sé borin miklu meiri virðing fyrir sögu félagsins. Brynjar kemur inn á það einnig að hann vill sjá fólkið í hverfinu, og þau sem kalla sig ÍR-ing, að taka þátt í félaginu. Að fólk finni sér eitthvað sem þau eru góð í og taki það að sér. Skylduhlustun fyrir alla ÍR-inga og aðra sem bera virðingu fyrir sögunni og íþróttamenningu landsins.
ÁFRAM ÍR, ALLTAF, ALLSSTAÐAR!
Marc McAusland
Skoskur bikarmeistari og mikill leiðtogi
Marc McAusland kíkti í Byrgis-studíó á þessum frábæra þriðjudegi og ræddi allt og ekkert. Hann var að fara á æfingu strax eftir þátt þannig við þurftum að sleppa #AskMarc en annars náðum við að fara yfir allt á þessum met tíma. Sumir fengu að heyra það í þættinum en þannig viljum við bara hafa það. Það var mikið rætt og ritað eftir þáttinn en meðal annars var skrifuð 10. mest lesna frétt vikunnar upp úr þættinum. Athugið að Ísland vann England á Wembley og EM byrjaði í sömu vikunni.
ÁFRAM ÍR, ALLTAF, ALLSSTAÐAR!
Mættir heim
Subway deildin að ári og Ljónið flýgur út
Friðrik Leó "Ljónið" Curtis og Hákon Örn Hjálmarsson mættu í Byrgið og fóru yfir allt og ekkert eftir að hafa verið nýbúnir að koma ÍR-liðinu upp í Subway deildina. Það var farið yfir gömul tímabil, þetta tímabil sem var að klárast og framtíð liðsins. Einnig var farið vel yfir framtíð Leó Curtis og hvar hans draumar liggja. NBA?
Smá spurningar sem þeir bræður fengu frá þáttarstjórnanda og hlustendum og vægast sagt áhugaverðar umræður sem þeir áttu. Hvetjum alla ÍR-inga að hlusta á þessa tvo geggjuðu ÍR-inga!
ÁFRAM ÍR, ALLTAF, ALLSSTAÐAR!
Andri Magnús Eysteinsson
Draumabyrjun og karfan í Subway
Andri Magnús Eysteinsson, markmannsþjálfari mfl. ÍR, yngri flokka þjáfari ÍR, aðalþjálfari Léttis, kennari í Ölduselsskóla, fyrrum markamaskína, óskabarn Íslands og athafnamaður, mætti í glænýtt stúdíó ÍR Hlaðvarpsins og ræddi allt og ekkert. Farið yfir Kraftaverkið í Keflavík, Létti, andann í 109, næstu leiki hjá liðunum okkar og síðast en ekki síst, körfuna. Karfan er á leið í Subway og fyrsti leikur er í kvöld í Skógarselinu á móti Sindra!
Það er ekkert eðlilega gaman að vera ÍR-ingur!
ÁFRAM ÍR, ALLTAF, ALLSSTAÐAR!
Ágúst Unnar og Óliver Elís
Við ætlum í Evrópu og góðar minningar úr bikarnum
Gú og Óli mættu í gufubaðið í gærkvöldi og fóru yfir allt og ekkert. Skemmtilegur þáttur þar sem þeir fara yfir sögu sína með ÍR og hvernig þeir horfa á framtíðina. Það var örlítið bikarþema í þættinum þar sem strákarnir eiga bikarleik á morgun gegn KA en þaðan eigum við góðar minningar. Óliver rifjaði upp sínar fyrstu ÍR minningar og Gú á miklu meiri sögu með ÍR en menn halda. Hvaða leikmann úr Bestu, fyrir utan Gylfa, myndu þeir taka í ÍR og margt margt fleira.
ÁFRAM ÍR, ALLTAF, ALLSSTAÐAR!
Kristófer Davíð Traustason og Sigmann Þórðarson
Léttisbræður ræða hæðir og lægðir
Fantagóður þáttur að baki með tveimur Léttisgoðsögnum. Þeir Sigmann Þórðarson og Kristófer Davíð Traustason kíktu í stúdíoið og fóru yfir Léttistímann sinn. Það var aðeins rýnt í söguna ásamt því að spá aðeins í framtíðina.
SPOILER ALERT: Framtíðin er björt, en er þetta árið?
Hvernig varð Léttir að dótturfélagi ÍR?
Rikki G X Heiðar Austmann tíminn. ÍR 0-1 Léttir 2015.
Agabann í Aðaldal.
Vinnuvélar á Ísafirði.
Rebrandið 2021.
Er þetta árið?
LÉTTIR - LJÚFIR - KÁTIR
LIVE - LOVE - LÉTTIR
Í Gegnum Árin
„Alveg öruggt?“ - 1997-2000
Í fyrsta þætti hlaðvarpseríunnar Í gegnum árin í 109 komu Njáll Eiðsson, þjálfari ÍR á þeim tíma, og Kristján Halldórsson, fyrirliði ÍR á þeim tíma, og fóru yfir þennan gullaldartíma. Það er Labello sem færir þér Í gegnum árin í 109. Það var margt rætt í þættinum enda langur og mjög góður.
Hver er maðurinn á bak við endurkomu Njalla og Stjána í ÍR? Hefði Njáll átt að halda áfram með liðið eftir fallið 1998? Hvernig komumst við upp um deild eftir að fyrirliðar og þjálfarar spáðu okkur fallsæti? Farið var vel yfir þennan fræga Eyjaleik, mæta Njalli og Stjáni á ÍR leiki í dag og margt annað sem farið var yfir í þættinum.
ÁFRAM ÍR, ALLTAF, ALLSSTAÐAR!
Bragi Karl
ÍR-ingur með gæði og fleira
Bragi Karl Bjarkason mætti í stúdíoið og fór yfir allt og ekkert með Sölva Haraldssyni. Rætt var þennan árgang sem Bragi spilaði í í yngri flokkum, 02' og 03' árgangarnir. Síðan var rætt tímann hans í meistaraflokki. Hver er helsti munurinn á Arnari Hallsyni og Árna og Jóa? Síðan var #AskBragi auðvitað á sínum stað og margt fleira.
Haraldssynir power rank, tíminn hans í Létti, tímabilið í fyrra og margt margt fleira í þættinum!
ÁFRAM ÍR!
Árni Guðna
Hann er betri en Ronaldo!
Nýtt ár og nýr þáttur!
Árni Guðna kíkti í langt og gott spjall við Sölva Haralds á öðrum í þrettánda. Farið var yfir víðan völl og rætt hitt og þetta en aðalega þetta. Síðan fékk Árni auðvitað smá heimavinnu sem var mjög skemmtileg og einnig var #AskÁrni á sínum stað.
Njótið þáttarins elsku bestu ÍR-ingar!
Ísak Máni Wíum
Kassagómur í Hagkaup varð þjálfaraundrabarn
Sölvi og Ísak Máni Wíum, þjálfari meistaraflokks karla í körfubolta og fyrrverandi þjáfari meistaraflokks kvenna í körfubolta, spjölluðu heillengi um hitt og þetta. Tímabilið hefur farið vel af stað og það var auðvitað farið yfir það ásamt því að snerta á vonbrigðunum í fyrra. Einnig var farið yfir fótboltann. Geggjaðar sögur af Dóra Arnars m.a.
Ísak fékk líka heimavinnu og þurfti að power ranka 5 topp 3 ÍR of all time lista. #AskÍsakWíum var að sjálfsögðu á sínum stað og það var farið yfir víðan völl.
Njótið elsku hlustendur!
Lokahóf ÍR Hlaðvarpsins
Lengjudeildin 2024 here we go!
Lokahóf ÍR Hlaðvarpsins! Hver var best/ur, hvað var besti leikurinn og hver var vendipunkturinn? Allt þetta og margt fleira í þætti dagsins. Fórum víðan völl og vorum auðvitað í mjög ýktum, en samt að okkar mati frekar áhugaverðum, pælingum. Minnum síðan alla ÍR-inga á ÍR - Þróttur Vogum í körfunni annað kvöld klukkan 19:15.
Áfram ÍR alltaf allstaðar!
Bergvin Fannar og Kjartan Leifur
Með hrópum og köllum við sigrumst á þeim öllum!
Sölvi fékk til sín tvo grjótharða ÍR-inga. Þá Kjartan Leif og Bergvin Fannar, framherja ÍR. Það var auðvitað rætt þennan magnaða leik gegn KFA um helgina en síðan var farið víða. Við fórum yfir topp 3 skemmtilegustu ÍR leiki sem við höfum farið á. Fórum yfir hvaða þrjá leikmenn ÍR Bergvin vill fá styttu af í Skógarselinu. En þetta er bara eitt af því ótal mörgu sem strákarnir ræddu í þættinum. Góðar stundir. BRUNNUR ER BRÁKUR Í HVERS MANNS BEINI!
Brunnur er brákur
Í hvers manns beini
Stelpurnar þurfa einungis einn sigur gegn Smára til þess að tryggja sér sæti í Lengjudeildinni. Strákarnir eiga Dalvík á heimavelli klukkan 14:00. ATH að það breyttist leiktíminn úr 16:00 í 14:00 eftir að við tókum upp. En það er gaman að vera ÍR-ingur núna!Þú getur ekki kallað þig ÍR-ing eða íbúa í 109 ef þú mætir ekki á annan hvorn leikinn!
Jóhann Birnir Guðmundsson
Úr Garði í Premier League í ÍR
Okkar allra besti Jóhann Birnir Guðmundsson kíkti í spjall til okkar. Við fórum yfir glæsilegan feril Jóhanns þar sem Jóhann sagði okkur margar góðar og skemmtilegar sögur. Síðan var auðvitað farið í #Askjoe áður en við enduðum þáttinn á því að fara yfir tíma Jóhanns í ÍR. Jóhann er með skýrar skoðanir á því hvernig hlutirnir eiga að vera í ÍR og hann sér stór tækifæri í framtíðinni.
Þrumur og meldingar
Rétt fyrir versló
Hlaðvarpsbræður þurftu bara aðeins að fara betur yfir hlutina fyrir verslunnarmannahelgi og ganga almennilega frá KF leiknum. Andleg þreyta og afsláttakóðar lagðir á minnið.
Ernest Slupski, never fall in love with a loan player. Gult á OptaBalta, gult á Kristófer Davíð!
Glugginn og næstu leikir
Fulla ferð!
Léttur og góður þáttur þar sem farið var yfir seinustu tvo leiki liðanna og næstu leiki. Einnig var rætt liðstyrkinn sem við höfum fengið fyrir komandi baráttu í deildunum. Landsliðskona mætt í hús, Ívan er mættur heim, Ólafur mun leysa Villa af þegar hann fer út og það verða vonandi einhverjar félagskiptafréttir í næstu viku. Hvernig munum við byrja gegn KF á laugardaginn? Hvað mun Ívan skora mörg mörk fyrir ÍR í sumar? Hvernig fara næstu leikir hjá stelpunum og strákunum?
Stiklað á stóru
Here we go og bullandi jákvæðni
Byrjuðum þáttinn á því að afsaka okkur. Síðan fórum við yfir júní mánúðinn í grófum dráttum og við duttum einnig í létt gluggatal í lokin. Hversu mörg stig fáum við úr næstu þremur leikjum og hvar þurfum við að styrkja okkur? Allskonar pælingar, góða skemmtun!
ÁFRAM ÍR!
Jarm úr stúku
Taco mix og hlaðvarpsbræður komnir í of góðan gír
Fórum yfir seinustu tvær umferðirnar hjá strákunum og stelpunum. Bæði lið ósigruð og eiga mjög erfiða og mikilvæga leiki í vikunni. Fórum einnig yfir söguna á bakvið hundur í horni og nýja gælunafnið á BraAAaaAaaaAAAgGgGGgaAAAaaaAAa.
ÁFRAM ÍR!
Fyrstu tvær umferðirnar
Alls konar pælingar
Við bræður fórum yfir hitt og þetta. Fyrstu tvær umferðirnar búnar hjá bæði strákunum og stelpunum og erum við taplaus eins og staðan er í dag. Við rúlluðum yfir leikina hjá liðinum okkar í deildunum og fórum yfir alls konar pælingar. Næsti leikur hjá stelpunum er ídag, 17. maí, á móti KH í Breiðholtinu en Strákarnir fara norður næsta laugardag til Ólafsfjarðar og keppa á móti KF.
Addó
Okkar allra besta goðsögn
Addó kíkti á okkur bræðurnar og fór yfir hitt og þetta. Endalausar sögur, fórum yfir #AskAddó og einnig valdi Addó besta byrjunarliðið sem hann hefur spilað með. Addó er algjör goðsögn í ÍR og er þetta því skylduhlustun fyrir alla ÍR-inga.
Minnum einnig á næsta leik hjá strákunum sem er heimaleikur gegn Völsungi næsta laugardag klukkan 16:00. Næsti leikur hjá stelpunum er næsta föstudag klukkan 19:15 á móti ÍH í Skessunni.
Stefnir Stefáns
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
Heiðursgestur þáttarins, Stefnir Stefánsson, mætti til okkar og ræddi mál Hauka. Við tókum á allskonar sögum, fórum yfir seinustu leiki ÍR og Hauka og spáðum í spilin fyrir stórleikinn. Hversu góð pæling er samt Óliver Elís og Stebbi Páls í hafsent? Því meira sem maður pælir í því, því meira elskar maður þessa pælingu. Áfram ÍR og mætum á völlinn!
Alli kostic
Kaupa lágt, selja lágt, vertu með
Viðtal við okkar eina sanna Alla Kostic. Við fórum yfir víðan völl og tókum á mörgum málum. M.a. feril Alla, tímabilið 2012 og einhverja áhugaverðustu "æfingarferð" sem sögur fara af í Vestmannaeyjum sama ár.
Einnig var #AskAlexander á sínum stað í boði markaðsins kaupa lágt, selja lágt, vertu með. Áfram ÍR!
Upphitun fyrir Íslandsmótið
Fórum yfir veturinn hjá liðunum í deildinni og við hverju má búast við af þeim í sumar. Við fórum auðvitað líka yfir ÍR í byrjun og í lok þáttarins. Einnig rifjuðum við upp gamla leiki við þessi lið og leiðréttum nokkur mistök í seinasta þætti. Áfram ÍR!
Stefnir Stefáns
Bikarupphitun
Stefnir kíti í heimsókn þar sem við hituðum upp fyrir fyrsta bikarleik sumarsins gegn ÍH en við fórum einnig yfir sögu ÍH og ÍR sem er miklu stærri en margir halda.
Stefnir er fyrrum leikmaður ÍH og ÍR eins og svo mjög margir. Hversu margir eiginlega?