Marc McAusland
Skoskur bikarmeistari og mikill leiðtogi
Marc McAusland kíkti í Byrgis-studíó á þessum frábæra þriðjudegi og ræddi allt og ekkert. Hann var að fara á æfingu strax eftir þátt þannig við þurftum að sleppa #AskMarc en annars náðum við að fara yfir allt á þessum met tíma. Það var mikið rætt og ritað eftir þáttinn en meðal annars var skrifuð 10. mest lesna frétt vikunnar upp úr þættinum. Athugið að Ísland vann England á Wembley og EM byrjaði í sömu vikunni.
ÁFRAM ÍR, ALLTAF, ALLSSTAÐAR!
Óliver Elís og Ágúst Unnar
Við ætlum í Evrópu og góðar minningar úr bikarnum
Gú og Óli mættu í gufubaðið í gærkvöldi og fóru yfir allt og ekkert. Skemmtilegur þáttur þar sem þeir fara yfir sögu sína með ÍR og hvernig þeir horfa á framtíðina. Það var bikarþema í þættinum þar sem strákarnir eiga bikarleik á morgun gegn KA en þaðan eigum við góðar minningar. Óliver rifjaði upp sínar fyrstu ÍR minningar og Gú á miklu meiri sögu með ÍR en menn halda. Hvaða leikmann úr Bestu, fyrir utan Gylfa, myndu þeir taka í ÍR og margt margt fleira.
ÁFRAM ÍR, ALLTAF, ALLSSTAÐAR!
Bragi Karl
ÍR-ingur með gæði og fleira
Bragi Karl Bjarkason mætti í stúdíoið og fór yfir allt og ekkert með Sölva Haraldssyni. Rætt var þennan árgang sem Bragi spilaði í í yngri flokkum, 02' og 03' árgangarnir. Síðan var rætt tímann hans í meistaraflokki. Hver er helsti munurinn á Arnari Hallsyni og Árna og Jóa? Síðan var #AskBragi auðvitað á sínum stað og margt fleira. Haraldssynir power rank, tíminn hans í Létti, tímabilið í fyrra og margt margt fleira í þættinum!
ÁFRAM ÍR!
Bergvin Fannar
Með hrópum og köllum við sigrumst á þeim öllum
Sölvi fékk til sín tvo grjótharða ÍR-inga. Þá Kjartan Leif og Bergvin Fannar, framherja ÍR. Það var auðvitað rætt þennan magnaða leik gegn KFA um helgina en síðan var farið víða. Við fórum yfir topp 3 skemmtilegustu ÍR leiki sem við höfum farið á. Fórum yfir hvaða þrjá leikmenn ÍR Bergvin vill fá styttu af í Skógarselinu og margt fleira. Góðar stundir. BRUNNUR ER BRÁKUR Í HVERS MANNS BEINI!
Alexander Kostic
Við fengum hann bara
Viðtal við okkar eina sanna Alla Kostic. Við fórum yfir víðan völl og tókum á mörgum málum. M.a. feril Alla, tímabilið 2012 og einhverja áhugaverðustu "æfingarferð" sem sögur fara af í Vestmannaeyjum sama ár.
Einnig var #AskAlexander á sínum stað í boði markaðsins kaupa lágt, selja lágt, vertu með. Áfram ÍR!