Í Gegnum Árin í 109
Í gegnum árið í 109 eru þættir þar sem árin 1997 til ársins í dag hjá meistaraflokki karla í knattspyrnu verða gerð upp með góðum gestum. Þjálfarar, fyrirliðar, lykilleikmenn og fleiri góðir gestir frá þessum árum koma í heimsókn og ræða þessi ár. Mikill rússíbani.












Gerðu allt fyrir ÍR
2012-2017
Eftir langa pásu af seríunni Í gegnum árin í 109 mætti Arnar Þór Valsson, betur þekktur sem Addó, í Byrgið stúdíós og fór yfir árin 2012 til 2017. Lágpunktar og hápunktar, lærdómsrík ár sem gáfu þessu unga en góða ÍR liði mjög mikið. Bikarleikir og allskonar ævintýri gerð upp. Addó var látinn fara frá ÍR á sínum tíma eftir að hafa náð öllum sínum markmiðum með liðinu en Addó opnaði sig um það í þættinum eftir að hafa heyrt klippu úr öðrum þætti ÍR Hlaðvarpsins þar sem brottreksturinn var ræddur. Góð saga til dæmis af Sveinbirni Claessen þar sem hann mætti einu sinni á fótbolta æfingu að kenna knattspyrnuleikmönnunum hvernig á að haga sér og láta í hornspyrnum. Þetta og margt fleira.
ÁFRAM ÍR ALLTAF ALLSSTAÐAR!
„Alveg öruggt?“
1997-2000
Í fyrsta þætti hlaðvarpseríunnar Í gegnum árin í 109 komu Njáll Eiðsson, þjálfari ÍR á þeim tíma, og Kristján Halldórsson, fyrirliði ÍR á þeim tíma, og fóru yfir þennan gullaldartíma. Það er Labello sem færir þér Í gegnum árin í 109. Það var margt rætt í þættinum enda langur og mjög góður.
Hver er maðurinn á bak við endurkomu Njalla og Stjána í ÍR? Hefði Njáll átt að halda áfram með liðið eftir fallið 1998? Hvernig komumst við upp um deild eftir að fyrirliðar og þjálfarar spáðu okkur fallsæti? Farið var vel yfir þennan fræga Eyjaleik, mæta Njalli og Stjáni á ÍR leiki í dag og margt annað sem farið var yfir í þættinum.
ÁFRAM ÍR, ALLTAF, ALLSSTAÐAR!