ÍR Hlaðvarpið
ÍR Hlaðvarpið tekur viðtöl við núverandi leikmenn og þjálfara ásamt því að taka viðtöl við goðsagnir félagsins og taka púlsinn á stuðningsmönnum. Markmiðið er að taka upp að meðaltali einn þátt í mánuði. Það hefur tekist mjög vel hingað til en í þáttinn hafa komið aðilar úr knattspyrnudeildinni og körfuknattleiksdeildinni. Þegar nær dregur vetri verður farið í að taka viðtöl við aðila úr handknattleiksdeildinni. Einnig hefur verið tekinn upp þáttur í hátt í 6 klukkutíma um knattspyrnufélagið Léttir með tveim af dáðustu sonum félagsins.
Heilt yfir er markmið ÍR Hlaðvarpsins að lyfta umfjöllun félagsins upp á hærra plan og gefa stuðningsfólki tækifæri á að tjá sig um gang mála hjá félaginu. Einnig eru margir þættir teknir upp til að varðveita sögu félagsins. Sagan er okkur öllum svo gífurlega mikilvæg en ÍR Hlaðvarpið reynir eins og það getur að fá til sín dáðustu syni og dætur félagsins til að rifja upp gamlar og nýjar sögur sem er mikilvægt að varðveita.
ÁFRAM ÍR, ALLTAF, ALLSSTAÐAR!