Keflavík 1-2 ÍR
Hafliði Breiðfjörð tók þessar myndir
Loksins var komið að því. Að spila fyrsta leik okkar ÍR-inga í B-deild síðan árið 2018. Það var mikil spenna í loftinu meðal ÍR-inga að vera loksins komnir upp og fjá alvöru áskorun í fyrsta leik deildarinnar. Það var kannski ekki alveg sama orka meðal Keflvíkinga. Nýfallnir og að spila á gervigrasvellinum í Njarðvík þar sem grasvöllurinn þeirra var ekki klár í fyrsta leik gegn okkur. Það ætti þá bara að vera forskot fyrir okkur.
Hákon Dagur, uppalinn ÍR-ingur, var nýkominn á láni frá Víkingi Reykjavík fyrir þennan leik. Það var skemmtilegt að sjá að hann fór beint inn í byrjunarliðið. Við vorum búnir að eiga mjög gott undirbúningstímabil en það lofaði mjög góðu. Það var líka góð mæting á leikina í vetur. Fólk var augljóslega spennt fyrir sumrinu.
Þegar flautað var leikinn í gang var skynjaði maður mikla orku frá okkar mönnum innan sem utan vallar. Við settum tóninn fljótlega, vorum skeinuhættir fram á við og þorðum að spila boltanum sem var gaman að sjá. Við vorum síðan ekki lengi að taka forystuna þegar Bragi Karl skoraði af vítapunktinum eins og hann gerir alltaf þegar hann fær víti. En það var gaman stutt því einhverjum tveimur mínútum síðar jöfnuðu Keflvíkingarnir og tóku örlítið við sér.
Það var hins vegar ekki að sjá á okkar mönnum að við höfum fengið þetta högg strax eftir að hafa komist yfir. Við héldum áfram að sækja á þá en fengum á móti einhver færi á okkur. Hafliði Breiðfjörð, sem tók myndirnar hér til hægri, var að textalýsa leiknum fyrir fótbolti.net en hann valdi Villa mann leiksins. Villi átti stórleik í Keflavík og hélt okkur lengi vel inni í leiknum með því að verja glæsilega einn á einn og lesa erfiðar og flóknar stöður. Hann varði t.d. einu sinni alveg svakalega vel einn á einn í stöðunni 1-1.
Margir í stúkunni töluðu um þessa nýju markmannsbúninga hjá ÍR. En ÍR lék þarna í fyrsta sinn í nýju búningunum sínum frá Jako. Markmannstreyjan er stórglæsileg. Bleik og grá sem er afar áhugavert en skemmtilegt og flott samsetning. Villi var stórglæsilegur í treyjunni sem skilaði frábærri frammistöðu í kvöld. Margir að tala um Miami Villa en hann spókaði sig glæsilega í þessari bleikri treyju sem er með smá Miami áru yfir sér.
Það var síðan Stebbi Páls sem skoraði sigurmarkið okkar í fyrri hálfleik. En seinni hálfleikurinn var afar stressandi. Hann fór aðalega í að halda forystuna út og að tefja, þá sérstaklega undir lokin. En við gerðum það ekkert eðlilega vel.







