Meistaraflokkur karla


Í fyrstu umferð Lengjudeildar karla gerðust magnaðir hlutir í Njarðvík þegar við mættum Keflavík á gervigrasinu fyrir utan Nettóhöllina. 

 

Nýlliðar gegn liði sem var að falla. Við komum, sáum og sigruðum. Bragi Karl skoraði úr vítaspyrnu snemma leiks. Keflvíkingar jöfnuðu en skömmu seinna mætti Stebbi Páls á svæðið og skallaði boltann inn.

 

2-1 í hálfleik og í seinni hálfleik sýndu strákarnir mikinn vilja og baráttugleði sem skiluðu þessum þremur punktum heim í 109.

Myndirnar eftir Hafliða Breiðfjörð eru hérna.

Mörkin hérna.


KA 2-1 ÍR (e. framlengingu)

Eftir að hafa unnið 3. deildarlið KV örugglega 7-1 Mjólkurbikarnum var komið að alvöru áskorun. Jóhann Birnir, þjálfari ÍR, og Marc McAusland, fyrirliði ÍR, mættu í Laugardalinn þegar dregið var í 32-liða úrslit. En þeir þurftu ekki að gera mikið þar sem við vorum dregnir seinastir út pottinum.

 

Ljósmyndari fékk að fylgja liðinu norður. Fyrri hálfleikurinn var góður hjá okkar mönnum. Við náðum að loka vel á markahrókinn Viðar Örn Kjartansson og stóðum vel í þeim. KA menn tóku þó forystuna strax í upphafi síðari hálfleiks en Bergvin Fannar jafnaði leikinn alveg í blálokin. 

 

Við áttum mjög góða framlengingu. Hákon kom inn á í sínum fyrsta leik fyrir ÍR í rúm þrjú ár en allir stóðu sig gífurlega vel og eiga hrós skilið. Hins vegar skoruðu KA-menn eitt af mörkum tímabilsins í lok framlengingunnar sem varð okkur að falli í bikarnum í ár. Þrátt fyrir tilkall um vítaspyrnu í lok leiks voru lokatölur eftir framlengingu, KA 2-1 ÍR.


Öruggur sigur og áfram í Mjólkurbikarnum.

 

Strákarnir fengu 3. deildarlið KV í 2. umferð í Mjólkurbikarnum á útivelli. Það var forgangsatriði fyrir liðið að fara áfram. Við gátum einnig fengið 4. deildarlið KFS á útivelli í bikarnum en KV vann KFS.

 

En mjög svo fagmannleg frammistaða þar sem Guðjón Máni hélt áfram að raða inn mörkunum en sá er búinn að eiga gott undirbúiningstímabil. Þrenna í dag og nánast mark í hverjum leik í vetur.

Myndirnar okkar eru hérna.


Þriðji leikurinn í Lengjubikarnum en við vorum nú þegar búnir að vinna fyrstu tvo leikina. 

 

Strákarnir mættu Bestu deildarliði Fylkis og áttu stórmagnaða frammistöðu allir sem einn. Bragi skoraði eina mark leiksins. Jói var geggjaður í markinu og við vorum hreinlega óheppnir að hafa ekki unnið stærra.

 

Þessir leikir gegn Bestu deildarliðunum lofa góðu fyrir sumarið.

Myndirnar eru hérna.


Kristinn Steinn Traustason, Framari og ljósmyndari, var á vellinum og náði nokkrum geggjuðum myndum. 

 

Óliver Elís kom okkur yfir á 90. mínútu úr vítaspyrnu. Framarar jöfnuðu skömmu seinna en Kennie Chopart, sem skoraði mark Fram, fékk beint rautt spjald nokkrum sekúndum eftir markið.

 

Við nýttum okkur liðsmuninn en Guðjón Máni skoraði þá alveg í blálokin sigurmarkið okkar í leiknum. Hreint út sagt dramatískur og magnaður 2-1 sigur á Bestu deildarliði Fram.

Myndirnar hans Trausta eru hérna.