Meistaraflokkur kvenna

Eftir erfiða byrjun á leiktíðinni fengum við Eyjakonur í heimsókn í Breiðholtið. Við erum nýlliðar í deildinni en þær nýbúnar að falla úr Bestu deildinni. Því var víst að verkefnið væri að fara að vera flókið en við sýndum það svo sannarlega með baráttugleði og vilja hvað við getum gert á okkar degi.

 

Eftir frekar lokaðan leik fannst manni samt alltaf eins og ÍR væri að fara að skora frekar en ÍBV. Jú og svo gerðist það. Berta Sóley með mark á nánast fyrstu sekúndu seinni hálfleiks og svo bætti Linda við á nánast seinustu sekúndu seinni hálfleiks. 2-0 lokatölur og RISA þrjú stig. Minnti mann dálítið á leikinn hjá karlaliðinu 1998 í efstu deild er þeir lögðu Íslandsmeistarana í ÍBV 1-0 á heimavelli sem nýliðar.

 

Myndirnar eru hérna.


Við fórum í Úlfarsárdalinn í fyrsta leik okkar í Lengjudeildinni í ár. 

 

Stelpurnar byrjuðu leikinn vel og komust í 1-0 forystu á 7. mínútu. Eftir það tók við kafli sem allir ÍR-ingar vilja helst gleyma. 

 

Framarar eru með tvo bestu sóknarmenn Lengjudeildarinnar en þær áttu stórleik í dag. Þær voru ekki lengi að snúa stöðunni við en þrátt fyrir algjört sárabótarmark í lok leiks var niðurstaðan tap. Lokatölur, Fram 8-2 ÍR.

Myndirnar okkar eru hérna.


Það var vægast sagt mikið rok og mikil rigning á Ásvöllum þegar við mættum Haukum í okkar fyrsta bikarleik í ár.

 

Erfiðar aðstæður voru fyrir einhvern fínan fótbolta en við fengum þó mjög góð færi í fyrri hálfleik þegar við vorum með vindinn með okkur. Hins vegar náðum við aldrei að nýta hann í að skora mark. Seinni hálfleikur var síðan margfalt erfiðari og við sköpuðum okkur varla færi.

 

Haukar unnu 2-0 sigur og mæta næst Gróttu í 16-liða úrslitum.

Myndirnar eru hérna.


Leikirnir okkar í Lengjubikarnum hafa verið mjög góðir í ár og frammistaðan mjög góð. Það átti bara eftir að halda áfram þegar við fengum FHL í heimsókn.

 

Þrátt fyri 1-0 tap var þetta mjög jákvæð frammistaða heilt yfir. Við fengum urmul af færum en eina mark leiksins var fyrirgjöf sem sveif yfir markmanninn og í netið á einhvern hátt.

 

Það var þó ljóst að við værum ekki að fara að vinna Lengjubikarinn fyrir leik svo þá horfir maður bara aðeins meira í frammistöðuna.

Myndirnar eru hérna.


Afturelding var eitt af þeim liðum sem voru í harðri toppbaráttu í fyrra. Frábært lið með frábæra leikmenn og nýjan þjálfara í brúnni.

 

Það var því kannski ekki við miklu að búast frá okkar konum fyrir leik. Frekar bara að sína okkur alvöru ÍR hjarta og vilja sem hefur einkennt þetta lið í gegnum tíðina. 

 

En við fengum það svo sannarlega. Stórmögnuð frammistaða, þrjú mörk og við héldum hreinu. Vonandi getur þessi sigur gefið okkur mikið fyrir deildina. Því Aftureldingsliðið er ágætt í fótbolta.

Myndirnar eru hérna.


Þá var komið að því að mæta HK í Lengjubikarnum.

 

HK er lið sem var aldrei í neinum alvöru möguleika á því að fara upp í fyrra en þær voru ennþá lengra frá því að vera í hættu um að falla niður um deild. 

 

Það  hefur þó verið markmið lengi hjá HK-liðinu að komast upp í efstu deild og þær eru svo sannarlega með leikmennina í það. En þær áttu varla séns á móti okkar konum þegar við lögðum HK 4-2 í Breiðholtinu. Frábær frammistaða og leikur sem getur sett tóninn.

Myndirnar sem JGG tók eru hérna.


Frábær 3-0 sigur hjá okkar konum á öflugu Grindavíkurliði í Breiðholtinu. 

 

Berta Sóley átti vægast sagt ágætan leik en hún skoraði öll þrjú mörk leiksins. Það fyrsta kom í fyrri hálfleik en seinustu tvö mörkin komu í seinni hálfleiknum. 

 

Það var erfitt að meta Grindavíkurliðið og þann stað sem þær eru á þegar leikurinn var spilaður vegna náttúruhamfarana í Grindavík. En engu að síður frábær frammistaða í mjög góðum ÍR leik.

Myndirnar eru hérna.